142. löggjafarþing — 24. fundur,  5. júlí 2013.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

[01:26]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mér þykir það miður að þegar hér kemur fram ágætistillaga um leið til sátta í málinu fyrir þingheim, þannig að við getum farið heim nokkuð björt og glöð með það sem hér hefur farið fram, sé eina framlag hæstv. forsætisráðherra að fara með einhverjum hætti í hv. þm. Helga Hjörvar út af einhverju sem hann sagði og fór rétt með. (Gripið fram í.)

Virðulegi forseti. Ég hefði viljað að hæstv. forsætisráðherra kæmi hér upp, væri maður að meiri og reyndi að skera á þennan hnút með málefnalegum hætti vegna þess að hér fer um eina konu hrollur yfir því hversu fast ríkisstjórnarflokkarnir sækja að fá að vera með sex af níu manns í stjórn Ríkisútvarpsins sem leggur línurnar þegar kemur að dagskránni. Í lýðræðisríki, herra forseti. Það fer um mig hrollur.