142. löggjafarþing — 26. fundur,  11. sept. 2013.

þverpólitískt samstarf um afnám gjaldeyrishafta.

[15:08]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég skil hæstv. ráðherra svo að ekki sé kominn endanlegur botn í þá endurskoðun á áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem forsætisráðherra boðaði hér í gær.

Ég treysti því þá að stjórnarandstaðan komi að borðinu áður en endurskoðuð áætlun um afnám gjaldeyrishafta lítur dagsins ljós. Annað væri í mínum huga brigð á þeim fyrirheitum sem gefin hafa verið um þverpólitíska samstöðu í þessu efni og algjörlega í fullkomnu ósamræmi við það sem hæstv. fjármálaráðherra sagði sjálfur ítrekað þegar hann var í stjórnarandstöðu.

Þetta er mikilvægt hagsmunamál. Þjóðin er í helgreipum gjaldeyrishafta. Efnahagslífið er í miklum vanda vegna þeirrar stöðu og það skiptir máli að við róum öll í sömu átt í því efni.