142. löggjafarþing — 26. fundur,  11. sept. 2013.

aukið skatteftirlit.

[15:29]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Svör hæstv. fjármálaráðherra valda mér nokkrum vonbrigðum, ég átti ekki von á því að fjármálaráðherra staðfesti það héðan úr ræðustól að hann teldi ekki að það ætti að auka og efla skatteftirlit frá því sem nú er og að hæstv. ráðherrann tali um það að menn geti þar verið komnir að ytri mörkum. Er það rétt skilið að hæstv. fjármálaráðherra telji að við séum komin að ytri mörkum í skatteftirliti?

Er það ekki hafið yfir allan vafa að skattundanskot eru veruleg og að aukið eftirlit mun klárlega skila auknum skatttekjum í ríkissjóð í miklu meiri mæli en kostað er til? Hefur hæstv. fjármálaráðherra kannski hugsað sér að draga úr skatteftirliti frá því sem nú er? Telur hann að við séum komin of langt í því efni eða hvernig á að skilja hæstv. fjármálaráðherra í þessum efnum?