142. löggjafarþing — 26. fundur,  11. sept. 2013.

ávarpsorð í þingsal.

[16:39]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég er sammála hv. þingmanni sem talaði um að við yrðum að vinna okkur inn virðingu. Þegar hins vegar á samkundu eins og þessari hafa viðgengist í áratuganna rás ákveðnar hefðir og venjur er líka spurning hvort eigi að breyta þeim af einstökum þingmönnum eða hvort þingmenn eigi að vera sammála um að hefðum og venjum verði breytt.