142. löggjafarþing — 26. fundur,  11. sept. 2013.

ávarpsorð í þingsal.

[16:40]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Frú forseti. Já, grunngildin eru góð. Þau eru þau að tryggja að við séum kurteis við hvert annað, að við þar af leiðandi notum ávarpið herra eða frú eða fröken. Háttvirtur, hæstvirtur — við höfum ekki unnið fyrir því. Þjóðin segir að við höfum ekki unnið fyrir því. Við ættum því kannski að taka þetta upp eins og frú Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir. (Gripið fram í: Er hún frú?) Það er góð spurning. Er hún frú? spyr hún. Ég þarf að tékka á þessu. En þetta er gott, við þurfum að taka þetta upp.