142. löggjafarþing — 26. fundur,  11. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[16:57]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem málið snýst um er hvort hagsmunir almennings séu meiri af því að þessi gagnasöfnun fari fram og að markmið hennar sé skýrt eða af persónuvernd. Það er mat meiri hluta nefndarinnar að þörfin fyrir þessar upplýsingar hafi verið rökstudd eins og fram kemur í breytingartillögunni þannig að það sé skýrt að knýjandi almannahagsmunir séu fyrir því að þessi upplýsingasöfnun fari fram og á þeim rökstuðningi byggjum við okkar álit.