142. löggjafarþing — 26. fundur,  11. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:01]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Frekari rökstuðning fyrir breytingartillögunni er að finna í nefndaráliti meiri hlutans. Þar segir m.a., með leyfi forseta:

„Nýta á tölfræðiskýrslur sem Hagstofunni er falið að afla og vinna með til að meta áhrif aðgerða stjórnvalda og annarra breytinga á hag heimila og fyrirtækja. Það er mat meiri hlutans að einsýnt sé að þessar úrlausnir varði meðferð almannafjár og því nauðsynlegt að þær byggist á traustum grunni og vönduðum upplýsingum. Efnahagsmál, ríkisfjármál og fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja geta talist til málefna þar sem mikilvægir almannahagsmunir eru í húfi.“