142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[15:24]
Horfa

Frsm. minni hluta allsh.- og menntmn. (Helgi Hrafn Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Brynjari Níelssyni fyrir fína ræðu. Mig langar að spyrja hvort hv. þingmaður telji þetta frumvarp standast meðalhóf með hliðsjón af því að það hafa komið fram hugmyndir sem þarf að ræða betur, hugmyndir sem væru vægari og mundu ekki brjóta friðhelgi einkalífsins en gætu stuðlað að árangri gegn sama vandamáli.