142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:07]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Persónuvernd er sú stofnun sem falið er eftirlit með brotum á ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífsins. Hún hefur varað okkur þingmenn við því að samþykkja þetta frumvarp.

Það á ekki að vera þægilegt að spila með stjórnarskrána, taka áhættu með hana, gambla með réttindi landsmanna. Þegar við þingmenn greiðum atkvæði um möguleg stjórnarskrárbrot, er það þá ekki lágmark að við gerum það í heyranda hljóði? Þegar þingmenn spila, ef við getum sagt sem svo, rússneska rúllettu með réttindi landsmanna skulu landsmenn alla vega fá að heyra rödd þeirra þingmanna sem ætla að taka í gikkinn.

Við píratar munum því fara fram á að atkvæðagreiðslur í þessu máli fari með nafnakalli.