142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:39]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég mun sitja hjá við afgreiðslu málsins við 2. umr. og treysti því að það fari til nefndar á milli umræðna og að þá fái hv. allsherjar- og menntamálanefnd skilgreiningu á því verkefni sem fram undan er í heimssögulega prógramminu þannig að við vitum hvaða upplýsingar þarf til að geta farið út í þær víðtæku aðgerðir sem boðaðar eru. Ég get ekki samþykkt að ríkisvaldinu verði gefnar heimildir til ítarlegrar öflunar miðlægra fjárhagsupplýsinga um einstaklinga nema tilgangur verkefnisins liggi ljós fyrir.