142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:40]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég hyggst greiða atkvæði með breytingartillögunum vegna þess að þær eru óneitanlega agnarögn til bóta, þ.e. fyrir lagatæknileg atriði. Hvílík skelfing sem það væri að fá upprunalegu útgáfuna í lög, ekki að það sé miklu skárra að fá breyttu útgáfuna vegna þess að ekki hefur verið tekið á meginatriðunum, nefnilega friðhelgi einkalífsins og meðalhófi. Þetta frumvarp stenst ekki meðalhóf, það eru til vægari aðgerðir, a.m.k. hugsanlega. Við höfum ekki rætt þær ítarlega. Það þýðir að þetta stenst ekki meðalhóf. Við þurfum bara meiri tíma. Það hefði verið hægt að gera þetta í sátt, það hefði verið gaman að fá meiri umfjöllun frá fulltrúum stjórnarinnar um þetta mál.

Svo mun ég að sjálfsögðu greiða atkvæði gegn frumvarpinu og því að það fari til 3. umr.