142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:41]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er hryggilegt hvað þingmenn stjórnarflokkanna hafa algjörlega hunsað þessar umræður. Örfáir hafa setið hér og tekið þátt í samræðum. Við þingmenn Pírata vonuðumst til þess að þetta þing yrði kannski aðeins öðruvísi. Hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson lagði mjög mikið á sig til þess að geta átt í samræðu við þingmenn meiri hlutans og ég verð að segja að þetta er ákveðið veruleikasjokk fyrir þingmanninn út af virðingarleysinu sem aðrir þingmenn sýndu honum og öðrum í nefndinni sem fjölluðu hér um mjög mikilvægt mál.

Síðan verður spennandi að sjá hvort við eignumst hinn íslenska Stasi-flokk núna — það kemur í ljós í atkvæðagreiðslunum — því að mér þætti ákaflega merkilegt ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að greiða atkvæði með jafnmiklum inngripum í friðhelgi einkalífsins og þetta frumvarp ber með sér.