142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:48]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Persónuvernd segir ekki að þetta muni endilega brjóta stjórnarskrána en hún varar við að það gæti gert það. Ef það er möguleiki á því að við séum að brjóta stjórnarskrána með lögum á Alþingi eigum við að láta stjórnarskrána njóta vafans og friðhelgi einkalífsins sem við höfum öll svarið eið til að verja. Eins og ég nefndi í dag legg ég til að þegar gengið verður endanlega til atkvæðagreiðslu um þetta eftir 3. umr. skulum við gera það með nafnakalli þannig að kjósendur og landsmenn fái að heyra hverjir eru tilbúnir að spila rússneska rúllettu með réttindi landsmanna.