142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:49]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að hér er tekin upp efnisleg umræða um það sem fáir voru til að ræða hér fyrir stuttu, en vegna þess að sérstaklega er rætt um Persónuvernd er mikilvægt að halda því til haga að umsögn Persónuverndar í júní er áréttuð í september og þar segir, með leyfi forseta, að fyrrgreind umsögn byggist meðal annars á því „að óljóst sé hvers vegna umrædd upplýsingaöflun sé nauðsynleg til að ná markmiðum frumvarpsins“.

Þannig er það og þetta er umsögn sem við eigum að láta okkur varða og sem við eigum að láta verða okkur leiðarljós í því hvaða afstöðu við tökum í þessu mikilvæga máli. Við í þingflokki Vinstri grænna greiðum atkvæði gegn því.