142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:50]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er ljóst að þingmenn greinir á í þessu máli. Það er ekkert ólíkt öðrum málum sem okkur greinir á um. En þá er engu að síður algjörlega óásættanlegur sá málflutningur sem hv. þm. Birgitta Jónsdóttir hafði uppi, að líkja þeim sem hugsanlega ætla að styðja þetta frumvarp, eins og þeir telja að hægt sé að afla upplýsinga til þess síðan að koma til móts við þau heimili í landinu sem illa eru stödd, við nýjan Stasi-flokk.

Hæstv. forseti. Þetta er þingmaðurinn sem daglega talar um að við eigum að sýna hvert öðru virðingu og að við eigum að tala okkur saman í málum. Þetta er ekki málflutningur til þess.