142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[18:00]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Hér greiðum við atkvæði um ákvæði sem varðar þagnarskyldu og er ætlað að tryggja það að þeir starfsmenn Hagstofunnar sem fá þessi gögn til meðferðar séu bundnir ströngum skilyrðum varðandi þagnarskyldu og vísað er til 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki í því sambandi. Ég segi já.