142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[18:01]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Hér greiðum við atkvæði um bráðabirgðaákvæðið sjálft sem allt málið í raun og veru snýst um. Hér birtast okkur markmiðin með þessari lagasetningu og umgjörðin og þau skilyrði sem við höfum verið að reyna að smíða í allsherjar- og menntamálanefnd til að koma til móts við þær athugasemdir sem okkur hafa birst í meðförum nefndarinnar. Ég segi já.