142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

afbrigði um dagskrármál.

[18:03]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég óskaði eftir því í dag við forseta að þessari atkvæðagreiðslu yrði frestað þar til nú í ljósi þess að það frumvarp sem hér var lagt fram var talsvert efnismeira en við höfðum átt von á. En ég mun greiða atkvæði með þeim afbrigðum að málið verði tekið á dagskrá með þeim skilningi að sjálfsögðu að við áskiljum okkur rétt til að skoða málið vandlega í nefnd. Ég veit að hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra hefur skilning á því að þá kunna að verða gerðar einhverjar breytingar á málinu í meðförum þingsins.