142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

afbrigði um dagskrármál.

[18:04]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Oddný Harðardóttir, starfandi þingflokksformaður okkar samfylkingarmanna, hefur þegar lýst því yfir að við munum styðja afbrigði við þetta mál. Ég verð þó að segja að það veldur mér vonbrigðum að lagt skuli vera fram þetta umfangsmikið frumvarp. Rætt var um það að í sumar að lagt yrði fram frumvarp sem varðaði dagsetningar, en í því frumvarpi sem við erum að samþykkja afbrigði um er fjallað um 36. gr. sem er um fjárfestingar lífeyrissjóða, verið er að fjalla um hvernig megi auka skilyrði fyrir greiðslu örorkulífeyris. Þetta eru stór mál sem fráleitt er að setja inn í þingið til afgreiðslu á þremur dögum og kemur ekki til. En ég sem samfylkingarkona styð afbrigði við málið að því gefnu að hér eigi eingöngu að fjalla um þær greinar sem lúta að dagsetningum en ekki greinina sem varðar fjárfestingar í lífeyriskerfinu.