142. löggjafarþing — 28. fundur,  16. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[16:07]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég er með nokkrar spurningar til hv. þingmanns. Hvenær er áætlað nákvæmlega að starfshópurinn skili af sér? Er hv. þm. Líneik Anna Sævarsdóttir sannfærð um að þetta sé besta leiðin til að ná markmiðunum eða hefði verið skynsamlegra að bíða fram í október til að tryggja að þessi lög fari ekki á svig við stjórnarskrá landsins? Er tryggt með þessum lögum að þetta verði aðeins notað fyrir þetta tiltekna verkefni? Voru þær tillögur til úrbóta sem komu frá hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni skoðaðar af einhverri alvöru? Af hverju er slæmt ef fólk getur tekið upplýsta ákvörðun um hvort það hafi áhuga á að vera með? Ber okkur ekki að taka mark á ráðgjöf Persónuverndar og hvernig verður dulkóðuninni háttað?