142. löggjafarþing — 28. fundur,  16. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[16:12]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég biðst afsökunar á mistökum í fyrri ræðu, bið hv. þm. Helga Hrafn Gunnarsson afsökunar, en langar þá að byrja á að segja að það sem hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson hefur lagt til umræðunnar nýttist nefndinni tvímælalaust. Ákvæði sem koma inn í breytingartillögu nefndarinnar byggja meðal annars á þeirri vinnu um aðkomu Persónuverndar og meðferð gagna.

Því fyrr sem þessar tölfræðiupplýsingar eru aðgengilegar, því betra. Við stöndum hins vegar frammi fyrir því að þetta var ekki samþykkt á síðasta þingi, á vorþingi, þó að unnið væri að málinu. Við náðum heldur ekki að samþykkja þetta í sumar en eins og ég segi: (Forseti hringir.) Því fyrr, því betra. Því betur nýtist þetta.