142. löggjafarþing — 28. fundur,  16. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[16:21]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrirspurnina.

Varðandi tímaskortinn er það vissulega þversögn í málinu. Meiri hluti nefndarinnar taldi einfaldlega að umfjöllun um málið væri fulllokið og, eins og fram kom í máli mínu hér áðan, að því fyrr sem þessar upplýsingar lægju fyrir þeim mun betur mundu þær nýtast.

Varðandi stöðu legjenda sat ég ekki umræddan nefndarfund þannig að ég get í rauninni ekki svarað því. Hins vegar hef ég velt því fyrir mér og ég sé ekki annað út úr þessari tölfræði en hægt sé að fara mun nær um stöðu leigjenda en í þeirri tölfræði sem við höfum haft til þessa. Vegna þess að þarna verða dregnar saman upplýsingar um eignir og skuldir ættum við að geta nálgast stöðu leigjenda í gegnum tölfræðina betur en við höfum gert hingað til.