142. löggjafarþing — 28. fundur,  16. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[16:23]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki alveg sammála þessu síðasta um að menn fari nærri um stöðu leigjenda vegna þess að það er aðallega húsaleigan sem ákvarðar stöðu þeirra og ef ekki liggja fyrir upplýsingar um húsaleigusamninga, sem ég tel ekki mikið mál að bæta inn í upptalningu þarna, vita menn ósköp lítið um stöðu leigjenda. Ég er jafnvel að hugsa um að koma með breytingartillögu þannig að við getum gaukað því inn fyrst nefndin ræddi það ekki, eða hv. þingmanni er ekki kunnugt um það.

Síðan er það spurningin um þær hugmyndin sem sérstaklega píratar hafa verið að ræða, hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson, hvort menn hafi rætt og farið í gegnum til dæmis að slíkt úrtak yrði aldrei óskekkt og mundi strax verða gagnrýnt ef það kæmi fram.