142. löggjafarþing — 28. fundur,  16. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[18:00]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að spyrja hvort herra Pétur Blöndal sé fullviss um að …

(Forseti (SilG): Ég vil biðja hv. þingmann að gæta þess að ávarpa þingmenn í samræmi við þær hefðir og venjur sem hér gilda.)

Svo ég haldi áfram, hvort hann sé fullviss um að þetta frumvarp veiti ekki heimildir sem brjóti gegn stjórnarskránni.