142. löggjafarþing — 28. fundur,  16. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[18:03]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Jú, það eru vissulega hagsmunir beggja vegna, hagsmunir þess að ríkið geti haft upplýsingar um hvernig ástatt er í ríkinu þegar kemur að skuldamálum fólks og slíkt. Vissulega eru hagsmunir þarna, en það eru líka hagsmunir í því að vernda friðhelgi einkalífsins. Ég minni þá þingmanninn á að hann skrifaði undir drengskaparheit að stjórnarskránni og að verja friðhelgi einkalífsins en hann skrifaði ekki undir drengskaparheit …

(Forseti (SilG): Ég vil minna hv. þingmann á að ávarpa aðra þingmenn í samræmi við þær venjur og hefður sem hér gilda.)

Þingmenn hafa ekki skrifað undir drengskaparheit þess efnis að verja það að ríkið geti sótt upplýsingar til að uppfylla kosningaloforð eða sinna hér hagstjórn. Ég spyr því aftur hvort þingmaður muni halda drengskaparheit sitt að því leytinu til að hann muni (Forseti hringir.) verja stjórnarskrána og láta hana njóta vafans.