142. löggjafarþing — 29. fundur,  17. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[15:20]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er svo sem ekki fleiru við að bæta þegar kemur að orðum hv. þingmanna Svandísar Svavarsdóttur og Guðbjarts Hannessonar. Mig langaði bara að nefna það sérstaklega að markmiðið með þessari tillögu er ekki að tefja málið og ég lýsi mig fullkomlega reiðubúinn til að vinna á hverjum einasta degi fram að haustþingi að því að búa til frumvarp sem stenst friðhelgi einkalífsins. Því miður gerir þetta frumvarp það ekki, það stenst ekki kröfurnar sem eru gerðar til okkar til að vernda stjórnarskrána. Þess vegna styð ég auðvitað þessa tillögu.