142. löggjafarþing — 29. fundur,  17. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[15:23]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er náttúrlega þyngra en tárum taki að hæstv. forsætisráðherra komi hingað upp á þessum tímapunkti, hafandi með svo afhjúpandi hætti ekki fylgst með umræðum. Þetta er frumvarp sem er lagt fram í hans nafni þó að hann hafi ekki sjálfur mælt fyrir því á sínum tíma. Það er vandræðalegt, það er afhjúpandi og ekki síst raunalegt fyrir hæstv. forsætisráðherra, sem á tyllidögum, blaðamannafundum og glossafhendingum ræðir um samstöðu og samráð en hefur greinilega engan áhuga á slíku þegar til þess kemur. Það er nefnilega þingræði í landinu og það er þingsins að taka afstöðu til frumvarpa sem koma frá ráðherrum á öllum tímum.