142. löggjafarþing — 29. fundur,  17. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[15:30]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Í mínum huga er með þessu frumvarpi verið að stíga eitt skref til þess að leiðrétta skuldir heimilanna (Gripið fram í.) og því mun ég segja já við því. Þótt sumir kjósi að kalla það að verið sé að standa við einhver kosningaloforð þá finnst mér bara allt í lagi þó að svo sé. Við erum í rauninni að stíga eitt mikilvægt skref til þess að leiðrétta skuldir heimilanna og hver er ekki sammála um það? Þess vegna segi ég já.