142. löggjafarþing — 29. fundur,  17. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[15:32]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið í umræðum um þetta mál er tilgangur þess óljós vegna þess að allar tímasetningar sem ríkisstjórnin hefur gefið upp um hvenær vænta megi úrlausnar í skuldamálum heimila og svo tímasetningar í þessu frumvarpi um hvenær gögn eiga að liggja fyrir stangast á. Það er alls ekki ljóst heldur að svona langt þurfi að ganga eins og lagt er upp með í frumvarpinu og Persónuvernd hefur gert ítarlegar athugasemdir við það. Það er hins vegar niðurstaða mín að rétt sé að ríkisstjórnin beri ábyrgð á þessu máli og ég mun því ekki greiða atkvæði gegn því heldur sitja hjá.