142. löggjafarþing — 29. fundur,  17. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[15:38]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Gjarnan vildi ég styðja þau mál sem ríkisstjórnin kemur fram með og nýtist skuldsettum heimilum í landinu. Það hefur hins vegar komið fram við umfjöllun þessa máls að ríkisstjórnin mun gera tillögur um aðgerðir fyrir skuldug heimili í nóvember en þessar upplýsingar munu ekki liggja fyrir fyrr en á næsta ári og jafnvel ekki fyrr en á því þarnæsta og þess vegna að engu nýtast í skuldaaðgerðum. Þar með er réttlætingin fyrir upplýsingaöfluninni býsna vafasöm og við höfum varað við því að þessi lagasetning kunni að stangast á við stjórnarskrá og við mannréttindasáttmála um friðhelgi einkalífsins. Þessi löggjöf verður þess vegna að vera á ábyrgð stjórnarinnar og hæstv. forsætisráðherra sem það flytur og ég sit hjá.