142. löggjafarþing — 29. fundur,  17. sept. 2013.

frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum.

12. mál
[18:16]
Horfa

Flm. (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég hygg að sjónarmiðin hafi komið fram og ætla ekki að lengja þessa umræðu. Bent var á það réttilega hér að það þyrfti að vera bit í orðsendingu til Íbúðalánasjóðs um þetta efni en hugsunin í orðalagi þingsályktunartillögunnar er einmitt sú að það séu tilmæli, við getum líka kallað það skipun, en gagnvart lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum er um að ræða áskorun vegna þess að þau heyra ekki undir boðvald ríkisins.

Að öðru leyti vil ég þakka fyrir umræðuna.

Hæstv. forseti. Mér láðist að leggja fram þá tillögu að málið gengi til allsherjar- og menntamálanefndar til umfjöllunar og er það hér með gert.