142. löggjafarþing — 30. fundur,  18. sept. 2013.

friðlýsing Þjórsárvera.

[15:14]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Ég hjó auðvitað eftir því að hann vildi ekki koma með neinar tímasetningar en fullvissaði okkur um að kökurnar væru allar komnar í frystikistuna. Við vitum að kökur geta verið ansi lengi í frysti þannig að það er engin vísbending og ég vil því inna hæstv. ráðherra aftur eftir því. Það kom fram í máli hans að vinna stæði yfir og að það ætti eftir að ræða við sveitarfélög. Til að ljúka þessari fyrirspurn vil ég spyrja hæstv. ráðherra hvort hann sjái í raun og veru nokkuð því til fyrirstöðu á þessu stigi máls að það geti gengið eftir í öllu falli bráðlega, að ljúka þessari friðlýsingu sem ég spurði um áðan.