142. löggjafarþing — 30. fundur,  18. sept. 2013.

þverfagleg samvinna í heilbrigðisþjónustu.

[15:20]
Horfa

Sigrún Gunnarsdóttir (Bf):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég vil bara minna á hversu mikla hagkvæmni það felur í sér að nýta betur mannafla, ekki síst eykur það öryggi þjónustunnar að nýta mannaflann vel og það eflir fagmennsku og starfsánægju fólksins sem okkur er mjög umhugað um þessa dagana.

Ég vil líka minna á mikilvægi þess að hafa markvisst samráð við fulltrúa faghópa við endurskoðun á heilbrigðisþjónustunni bæði á sjúkrahúsinu og ekki síst innan heilsugæslunnar.