142. löggjafarþing — 30. fundur,  18. sept. 2013.

rekstur Landhelgisgæslunnar.

[15:36]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Landhelgisgæslan hefur á þessum úthaldsdögum einblínt á það að geta sem best tryggt öryggi sjómanna hér heima fyrir. Það er engum blöðum um það að fletta að miðað við þá fjármuni sem úr er að spila hefur Landhelgisgæslan haldið mjög vel á þessum málum, einmitt þannig að öryggisins sé gætt eins og kostur er. Við getum síðan talað okkur hás um það hversu miklu betur við viljum gera í þessum málaflokki. Þessi umræða fór meðal annars fram þegar fjárlög voru samþykkt fyrir yfirstandandi ár um fjárveitingar til Landhelgisgæslunnar og afleiðingar af því að ekki væri meira svigrúm eins og við erum hér að ræða um. Þetta er hluti af miklu stærri umræðu.

Ein besta leiðin til að geta gert betur er sú að fá aftur líf í hagkerfið. Í augnablikinu er fjárfesting allt of lítil. Það er meginverkefnið og þá munum við geta gert betur þarna.