143. löggjafarþing — 3. fundur,  3. okt. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[14:38]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér var minnst á áhrif af tekjuöflunarfrumvörpum sem fylgja nú fjárlagafrumvarpinu og réttilega bent á að frumvarp til laga um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga, þ.e. verðlagsbreytingarnar, frumvarp sem fylgir hér fjárlagafrumvarpinu, hefur áhrif til þess að draga úr kaupmætti ráðstöfunartekna.

Hitt frumvarpið, um tekjuaðgerðir sem fjalla um tekjuskatt einstaklinga, virðisaukaskatt, launatengd gjöld og skatt á fjármálafyrirtæki, verkar í hina áttina. Samanlögð áhrif af þessum frumvörpum tveimur eru metin þannig að kaupmáttur ráðstöfunartekna vaxi um 0,3%.