143. löggjafarþing — 4. fundur,  4. okt. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[11:06]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Ég þakka þessi svör. Svo var annað atriði, það varðar rannsóknir á nýsköpun sem mér heyrðist í máli hæstv. ráðherra að yrði óbreytt að raungildi, ef það var rétt skilið hjá mér. Á þessi liður samt sem áður ekki að taka þessa 1,5% lækkun sem er flöt yfir allt? Ég vil gjarnan fá svör við því.

Ég hef miklar áhyggjur ef á að lækka þetta, helstu sóknarfærin í öllum landbúnaði og sjávarútvegi eru að við getum fundið leiðir til þess að nýta efnin betur. Það er þegar gert mjög vel í sjávarútvegi en það er alltaf mjög mikil þörf á því að vinna að nýjum leiðum. Ég vildi gjarnan fá svör við því.