143. löggjafarþing — 4. fundur,  4. okt. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[11:08]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður spyr um lækkun framlaga til rannsókna og ég geri ráð fyrir að þingmaðurinn sé þá að spyrja um málaflokkinn rannsóknir í þágu sjávarútvegs- og landbúnaðar sem ég fór yfir í ræðu áðan. Sá málaflokkur stendur nánast óbreyttur að raungildi frá fjárlögum síðasta árs en allir málaflokkar taka á sig 1,5% hagræðingu og það er heilt yfir og þessi málaflokkur gerir það þar með líka.