143. löggjafarþing — 4. fundur,  4. okt. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[11:14]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F):

Virðulegi. forseti. Ég tek undir með hæstv. ráðherra. Einföldunin mun skila sér, ég efast ekki um það. Sóknarfærin eru mörg, bæði innan landbúnaðar og sjávarútvegsins. Aukið ásetningshlutfall og aukning í mjólkurkvóta er þáttur í heildarplaninu svo ég minnist ekki á tækifærin sem liggja í kjúklingarækt, svínarækt, loðdýrarækt, skógrækt, ferðaþjónustu og öðru sem við eigum hér á landi og fullnýtum alls ekki í dag. Við ættum endilega að taka tillit til þess í þessu samhengi.