143. löggjafarþing — 4. fundur,  4. okt. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:36]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Ég þakka kærlega fyrir svörin. Það er annað sem mig langaði að minnast á hérna. Ég tek líka eftir því, eins og kom fram í máli hæstv. ráðherra, að það er ekki verið að færa niður endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Hins vegar er skorið niður hjá Kvikmyndasjóði Íslands um 40%. Ég veit að það er á borði menntamálaráðherra en þetta tvennt helst í hendur, þessi iðnaður á Íslandi, þ.e. hvernig við höfum þá atvinnugrein hér, okkar upplegg með Kvikmyndasjóðnum, og svo hvernig við getum þjónustað þau erlendu fyrirtæki sem vilja koma til Íslands og nýta hér starfskrafta og auðvitað náttúru og annað til að taka hér upp kvikmyndir. Mér finnst mikilvægt að benda á að þetta tvennt helst mikið vel í hendur og þetta misræmi hjálpar ekki til. Það hefði átt að passa upp á Kvikmyndasjóðinn líka.

Annað var það ekki.