143. löggjafarþing — 5. fundur,  8. okt. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[16:55]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Já, en hæstv. ráðherra, Bjarni Benediktsson, þetta er fátækasta fólkið í samfélaginu. Það er ekki hægt að leggja svona kvarða á málin. Með einhverjum þarf hjarta manns að slá og ef ekki þessum, þá hverjum? Ég verð að trúa hæstv. ráðherra fyrir því að ég verð fyrir svolitlum vonbrigðum með hann í þessu svari.

Að öðru leyti var svar hæstv. ráðherra skýrt. Bara til þess að ég segi mína afstöðu varðandi meðferð á skattheimtu gagnvart fjármálafyrirtækjum í slitameðferð tel ég að það þurfi nú að slá frekari gadda, a.m.k. skoða það mjög rækilega.

Svo gleður það mig að hæstv. ráðherra skuli hafa gaman af að hlusta á skýringar mínar á orðum stjórnarþingmanna. Það stafar kannski af því að ég skil þau oft betur en stjórnarþingmennirnir sjálfir.