143. löggjafarþing — 6. fundur,  9. okt. 2013.

staða Landspítalans.

[15:54]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Landsmenn hafa nú þegar greitt í formi hárra skatta fyrir lágmarksheilbrigðisþjónustu frá hinu opinbera. Í fjölmiðlum í dag kom skýrt fram að lífshættulegt ástand hefur skapast vegna fjársveltis í heilbrigðisgeiranum. Það er ekki lágmarksheilbrigðisþjónusta.

Það sem landsmenn vilja vita, standandi frammi fyrir þessu, er: Hver er forgangsröðunin? Eiga hallalaus fjárlög sem eru mikilvæg að hafa forgang umfram lágmarksheilbrigðisþjónustu? Þetta er spurningin og henni er ekki svarað.