143. löggjafarþing — 6. fundur,  9. okt. 2013.

sjúkraskrár.

24. mál
[16:43]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Já, hvað væru nú þingstörf án hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar?

Mig langar svolítið, í ljósi orða þess hv. þingmanns og líka út af 5. gr., að biðja um að frumvarpið fái líka álit hv. allsherjar- og menntamálanefndar, það tekur væntanlega ekki langan tíma, það er ekki mikið sem þarf að laga hérna, kannski aðallega orðalag. Það er eiginlega ekki fleira.