143. löggjafarþing — 7. fundur,  10. okt. 2013.

stefna ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

[10:47]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég held að alveg ljóst sé að þegar við ræðum loftslagsbreytingar eða breytingar á náttúrunni getum við nálgast það með tvennum hætti, (Gripið fram í.) við getum alla vega nálgast það með tvennum hætti. Hv. þm. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er eitthvað óánægð með byrjun svars míns en hún verður að eiga það við sig. Við getum nálgast það út frá því hvort við eigum eingöngu að leggjast í vörn eða hvort við eigum að nýta tækifærin hvað sem okkur finnst um hvernig þau verða til.

Ég held að ef við förum nánar út í þetta geti Íslendingar lagt mikið til loftslagsmála, með því til dæmis að nýta betur, nýta meira af þeirri grænu orku sem við framleiðum á Íslandi. Það er ein leið. Síðan vil ég vekja athygli þingmannsins á því að eitt af helstu áhersluatriðum Sameinuðu þjóðanna, og að sjálfsögðu Íslendinga um leið, snýr einmitt að loftslagsmálum. Það hefur verið boðað að að ári muni væntanlega verða sérstakur fundur hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir allsherjarþingið þar sem verður reynt að draga upp helstu áherslur og þá mynd sem við óttumst svo mjög varðandi hlýnun jarðar.

Ég hef miklar áhyggjur og ég held að við eigum (Forseti hringir.) öll að hafa miklar áhyggjur af því hvernig þróunin er í þeim efnum.