143. löggjafarþing — 7. fundur,  10. okt. 2013.

lögfesting Norðurlandasamnings um almannatryggingar.

22. mál
[11:12]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir að leggja málið fram svo snemma og hvetja hana til að gera það jafnframt við önnur endurflutt mál. Það var ekki hægt að mæla fyrir þessu máli á síðasta þingi þannig að það kom aldrei inn til nefndar en við munum afgreiða það hratt og örugglega enda liggur á að við lögleiðum þennan samning.

Mig langaði að spyrja hæstv. ráðherra hvort hún þekki til þess að einhver hætta sé á að samningurinn breyti réttindastöðu íslenskra námsmanna á Norðurlöndum eða hvort ég sé með óþarfa áhyggjur. Ég velti fyrir mér hvort ráðherra hafi heyrt það í umræðu um samninginn.