143. löggjafarþing — 7. fundur,  10. okt. 2013.

bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi.

5. mál
[11:55]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir svör hennar. Það er gott að heyra að verið sé að huga að málefnum hreyfihamlaðra þegar verið er að skoða húsnæðismál í víðu samhengi.

Já, það er einhver mismunur í byggingarreglugerðum milli Norðurlandanna og auðvitað sjálfsagt að líta til þess hvernig hlutunum er háttað þar en ég tel engu að síður að við á Íslandi ættum bara að setja okkur það markmið að vera með þessi mál í góðu lagi og ekki endilega horfa til þess sem er kannski ekki eins vel gert og hægt væri heldur að setja okkur það markmið að búa þannig um hnútana að húsnæði henti öllum.