143. löggjafarþing — 8. fundur,  14. okt. 2013.

réttur til húsaleigubóta.

[15:18]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Það hafa komið athugasemdir frá ýmsum varðandi akkúrat þessa löggjöf. Það sem ráðuneytið hefur verið að fara í gegnum er hvað það er sem er mest áríðandi að koma fram með breytingar á. Ég tel mjög mikilvægt að við förum samhliða því í að ná einhverri niðurstöðu um heildarendurskoðun á því hvernig við viljum hátta húsnæðisstuðningi og þá er það þessi hugmynd um að fara yfir í húsnæðisbætur.

Það hafa komið athugasemdir frá Reykjavík, það hafa komið athugasemdir frá námsmönnum sem eru til dæmis í námi við Háskóla Íslands, frá Félagsstofnun stúdenta og ýmsum öðrum varðandi hvernig búið er að námsmönnum okkar þegar kemur að stuðningi við þá. Þetta er því eitt af því sem við erum að fara yfir og við munum að sjálfsögðu reyna að vinna það mál eins og önnur sem við erum með í velferðarráðuneytinu.