143. löggjafarþing — 9. fundur,  15. okt. 2013.

fríverslunarsamningur Íslands og Kína.

73. mál
[14:51]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef engar forsendur til þess að ætla það að kínversk stjórnvöld ætli sér eitthvað annað á Íslandi en önnur stjórnvöld sem við eigum samskipti við eða reka hér sendiráð eða annað. Ég hvet til þess að nefndin fari, eins og hv. þingmaður segir, vel yfir þennan samning og ræði hann í utanríkismálanefnd.

Ég vil bara koma einu atriði að af því að hér var spurt um 59. gr., þ.e. varðandi þagnarskylduna. Þar er fyrst og fremst átt við upplýsingar sem koma fram við tollafgreiðslu og slíkt, upplýsingar um einstök fyrirtæki. Um það snýst þessi þagnarskylda, í rauninni ekki neitt annað.