143. löggjafarþing — 9. fundur,  15. okt. 2013.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn.

74. mál
[15:21]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þá er ég glaður og sæll og ánægður og get fyrir mína hönd og minna pólitísku vandamanna sagt að ég mun ekki skipta um skoðun við það að fara úr ríkisstjórn yfir í stjórnarandstöðu, en þetta sannfærir mig hins vegar um að það þveröfuga gerist stundum. Hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem móaðist í þessu máli í fyrra hefur skipt um skoðun, en svo mikill er sannfæringarkraftur hæstv. utanríkisráðherra að ég get ekki annað en tekið hatt minn ofan fyrir honum, ef ég ætti hann.