143. löggjafarþing — 9. fundur,  15. okt. 2013.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 94/2013 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn.

77. mál
[16:40]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Svo vill til að svokallaðir hljómplötuframleiðendur gefa líka út geisladiska eða efni með öðrum hætti. Það vill líka þannig til að þær reglur sem hér er verið að breyta eru ekki nýjar reglur heldur eitthvað sem er þekkt í lagaumhverfinu. Hér kemur líka fram að listflytjandinn njóti ávinnings af þessari lengingu með ákveðnum hætti. Þannig að ég held að áhyggjur hv. þingmanns séu óþarfar, í það minnsta skil ég þetta eins og hv. þingmaður.