143. löggjafarþing — 10. fundur,  16. okt. 2013.

Neytendastofa og talsmaður neytenda.

94. mál
[16:21]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og hlý orð í garð talsmanns neytenda.

Ég átta mig ekki alveg á orðanotkuninni hér, að verið sé að leggja þessar stofnanir saman ef fjármunirnir fylgja ekki. Mér skildist á hæstv. ráðherra að því yrði þannig háttað að þeir fjármunir sem varið er til talsmanns neytenda rynnu ekki til Neytendastofu og starfsmaðurinn sem því hefur sinnt færi ekki á milli. Þá er væntanlega ekki nýtt starf sem sinnir þessu verkefni hjá Neytendastofu. Er þá ekki í raun réttri bara verið að leggja niður talsmann neytenda? Er þetta nokkur sameining, er ekki bara verið að leggja niður lið sem út af fyrir sig geta verið efnisrök fyrir að hætta að starfrækja?